Vor í Meinersen

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Álfhildur Sigurðaróttir

Í skóginum gott er að ganga
þá glampandi kvöldsólin skín,
og blær strýkur blíðlega um vanga
en birta á himninum dvín.
Hérar og íkornar hoppa
og hendast um skógarins rein.
Kanínur laufblöðin kroppa,
hér kúra tvær dúfur á grein.
Ég hljóður og hugsandi stari
og húmið umlykur trén.
Hér grær allt sem vel er í vari.
Nú vorar í Meinersen.
Hér grær allt sem vel er í vari.
Nú vorar í Meinersen.